Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. maí 2016 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Delph líklega ekki með Englendingum á EM
Delph mun að öllum líkindum missa af EM
Delph mun að öllum líkindum missa af EM
Mynd: Getty Images
Fabian Delph, miðjumaður Man. City mun að öllum líkindum ekki vera í 23 manna hóp Englendinga sem fer á EM í Frakklandi.

Þetta staðfestir Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englendinga, en Delph hefur verið að glíma við meiðsli í nára.

Delph ferðaðist ekki með enska liðinu fyrir leikinn gegn Ástralíu á morgun, en Hodgson er búinn að setja hann á lista yfir þá sem eiga að vera til taks.

„Delph er ekki með okkur," sagði Hodgson á blaðamannafundi í dag.

„Hann var eftir í Manchester, sem þýðir líklega að hann verði ekki í 23 manna hópnum."

Delph var mikið meiddur á tímabilinu sem var að líða, en honum tókst aðeins að spila 30 leiki í öllum keppnum með Man. City.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner