Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 26. maí 2016 09:26
Magnús Már Einarsson
Fylkir og Keflavík sektuð vegna Hermanns og Þorvalds
Hermann Hreiðarsson.
Hermann Hreiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í fyrradag voru Keflavík og Fylkir sektuð um 75.000 krónur, hvort félag, vegna framkomu þjálfaranna, Hermanns Hreiðarssonar og Þorvalds Örlygssonar.

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, vísaði málum ofangreindra þjálfara til aga- og úrskurðarnefndar í samræmi við 21.1. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál.

Hermann tók Hannes Gústafsson, stjórnarmann ÍBV, hálstaki eftir leik liðanna á dögunum.

Þorvaldur kýldi Reyni Leósson, þjálfara HK, í punginn eftir leik liðanna í byrjun mánaðarins. Þorvaldur gerði lítið úr málinu í viðtali á Fótbolta.net í gærkvöldi þegar hann var spurður út í ákvörðun Klöru að vísa málinu til aga- og úrskurðarnefndar.

„Það er bara hennar ákvörðun. Henni vantar örugglega eitthvað í sjóðinn til að ferðast erlendis. Ég gerði ekkert af mér og þetta er bara búið og gert. Ég hef ekkert meira um það að segja," sagði Þorvaldur í viðtalinu í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner