Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 26. maí 2016 19:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeild kvenna: Nýja liðið hennar Söru tapaði í úrslitum
Lyon vann Meistaradeild kvenna
Lyon vann Meistaradeild kvenna
Mynd: Getty Images
Wolfsburg 1 - 1 Lyon (Lyon hafði betur eftir vítaspyrnukeppni 4-3)
0-1 Ada Hegerberg (´12 )
1-1 Al­ex­andra Popp (´88 )

Franska liðið Lyon bar sigur úr býtum í úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna, en liðið mætti þýska stórliðinu Wolfsburg í kvöld.

Landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir mun ganga í raðir Wolfsburg í sumar frá sænska liðinu Rosengård.

Leikurinn byrjaði þó ekki vel fyrir nýja liðið hennar Söru því eftir 12 mínútna leik skoraði norska landsliðskonan Ada Hegerberg og kom Lyon yfir.

Alexandra Popp náði hins vegar að jafna fyrir Wolfsburg þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Ekkert mark var skorað í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni.

Þar hafði Lyon betur, 4-3 og er þetta í þriðja skipti sem liðið sigrar Meistaradeild kvenna, en hinir sigrarnir komu 2011 og 2012.
Athugasemdir
banner
banner