Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 26. maí 2016 07:00
Magnús Már Einarsson
Örfá sæti eftir í Knattspyrnuskóla Liverpool á Íslandi 2016
Mynd: Liverpoolskólinn
Nú eru aðeins örfá sæti laus í Knattspyrnuskóla Liverpool. Haldin verða tvö námskeið, hið fyrra á Akureyri 7. – 9. júní og hið síðara í Mosfellsbæ 10. – 12. júní.

Skólinn er fyrir stráka og stelpur á aldrinum 6 – 16 ára, bæði fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í íþróttinni og lengra komna.

Hópunum á námskeiðinu er getuskipt og allir fá því þjálfun við hæfi. Hverjum hópi er stýrt af þjálfara frá Liverpool og honum til aðstoðar er íslenskur þjálfari sem bæði aðstoðar við æfingarnar sjálfar og túlkar fyrir þá á þurfa að halda. Sérhópar eru fyrir markmenn.

Knattspyrnuskóli Liverpool hefur verið mjög vinsæll þau fimm ár sem hann hefur verið haldinn hér á landi. Nánast alltaf hefur verið uppselt, skólinn vaxið á hverju ári og margir krakkar hafa komið ár eftir ár. Það eru mestu og bestu meðmælin með skólanum að þau vilji koma aftur og aftur, en mikil áhersla er lögð á að krökkunum líði vel og að þau hafigagn og gaman af því að taka þátt.

Forráðamenn sem ekki vilja að börn sín missi af þeirri einstöku upplifun að taka þátt í Liverpoolskólanum í ár eru hvattir til að skrá þau strax í dag.

Á morgun gæti það verið of seint!

Skráningarsíða
Athugasemdir
banner
banner
banner