fim 26. maí 2016 16:30
Magnús Már Einarsson
Unnu 44-1 en komast ekki í heimsmetabókina
Mynd: Getty Images
Pelileo Sporting Club sigraði Indi Native í 3. deildinni í Ekvador á dögunum en lokatölur urðu 44-1.

Ronny Medina, framherji Pelileo Sporting Club, skoraði 18 mörk í leiknum en leikið var fyrir framan 200 áhorfendur.

Pelileo Sporting Club ætlaði að gera tilkall til að komast í heimsmetabók Guinness fyrir stærsta sigur sögunnar.

Heimsmetabók Guinness ákvað að hafna þeirri beiðni þar sem leikurinn þótti ekki vera í nógu öflugri deild.

36-0 sigur skoska félagsins Arbroath FC á Bon Accord er því ennþá heimsmet en sá leikur fór fram árið 1885 eða fyrir 131 ári síðan!

Það met var þó jafnað í fyrra þegar Infonet FC sigraði Virtsu Jalgpalliklubi 36-0 í bikarkeppninni í Eistlandi.

Árið 2012 sigruðu Haukar lið Snæfells 31-0 í Borgunarbikarnum en það eru stærstu úrslitin á Íslandi undanfarin ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner