fös 26. maí 2017 21:26
Dagur Lárusson
1.deild kvenna: Sindri með sterkan sigur
Sindrastúlkur unnu Selfoss.
Sindrastúlkur unnu Selfoss.
Mynd: Aðsend
Selfoss tók á móti Sindra í einum af tveimur leikjum kvöldsins í 1.deild kvenna í kvöld. Hin viðureign kvöldsins var leikur Hamrana og Tindastólls.

Hvorki Selfossi né Sindra tókst að skora í fyrri hálfleiknum en það var ekki raunin í viðureign Hamrana og Tindastóls. Það var Elva Marý Baldursdóttir sem að skoraði úr vítaspyrnu á 39. mínútu leiksins og kom Hömrunum yfir 1-0 og þannig var staðan í hálfleik.

Í seinni hálfleiknum í leik Selfoss og Sindra voru það Selfyssingar sem að byrjuðu betur og var það Magdalena Anna Reimus sem að koma þeim yfir með marki á 49. mínútu.

Skjótt skipast veður í lofti eins og skáldið sagði og var það svo sannarlega raunin í þessum leik. Aðeins þremur mínútum eftir mark Selfossar fékk Sindri vítaspyrnu sem að var þó misnotuð. En á 71. mínútunni náðu Sindrastúlkur að jafna metin og aðeins fimm mínútum seinna voru þær komnar yfir með marki frá Phoenetia Browne úr vítaspyrnu. Brynja Valgeirsdóttir, leikmaður Selfoss, braut á sér inní teig og fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt og þaðan kom vítaspyrnudómurinn.

Í leik Hamrana og Tindastóls breyttist staðan svo mikið sem ekki neitt og var lokastaðan því 1-0 fyrir Hamrana.

Selfoss 1-2 Sindri
1-0 Magdalena Anna Reimus (49´)
1-1 Markaskorara vantar (71´)
1-2 Phonenetia Browne (76´)
Rautt spjald: Brynja Valgeirsdóttir

Hamrarnir 1-0 Tindastóll
1-0 Elva María Baldursdóttir (39´)
Athugasemdir
banner
banner
banner