Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
Pétur: Það var ekkert lið inn á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
   fös 26. maí 2017 22:02
Kristófer Kristjánsson
Addó: Tók 45 mínútur að venjast þessum glæsilega leikvangi
Arnar Þór Valsson, þjálfari ÍR
Arnar Þór Valsson, þjálfari ÍR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Valsson, þjálfari ÍR, var að vonum gífurlega svekktur eftir 2-1 tap gegn Fram í Inkasso-deildinni í kvöld en heimamenn skoruðu sigurmarkið með síðustu spyrnu leiksins.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  1 ÍR

„Við erum ógeðslega svekktir en við bjuggum þetta til fyrir þá og verðum að kyngja þessu, sagði Arnar í viðtali eftir leikinn.

Jónatan Hrjóbartsson hafði komið ÍR yfir á 63. mínútu áður en þeir Ivan Bubalo og Brynjar Kristmundsson skoruðu fyrir Fram og tryggðu heimamönnum sigurinn.

„Við lögðum upp með að halda stöðum og fara ekki úr þeim, við gerðum það í 92 mínútur og 45 sekúndur og svo hlaupum við út úr stöðu; mark."

„Ég er sáttur með skipulagið eins og í síðustu leikjum en við þurfum að vera beittari fram á við. Það tók okkur 45 mínútur að venjast þessum glæsilega leikvangi hérna, hann er stærri en aðrir vellir."

Arnari fannst sínir menn missa einbeitinguna undir lokin og hafi þess vegna misst þetta niður. ÍRingar eru með eitt stig eftir fjórar umferðir og gerir Arnar sér grein fyrir því að betur má ef duga skal.

„Við bara gleymum okkur tvisvar og förum út úr stöðum og þá skora þeir tvö mörk. Við getum ekki farið í gegnum móti með því að spila ógeðslega vel og fá engin stig."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner