Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 26. maí 2017 15:11
Elvar Geir Magnússon
Viðtal
Freysi: Hélt að Dagný myndi missa af EM
Freyr á fréttamannafundinum í dag.
Freyr á fréttamannafundinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagný fór í vel heppnaða sprautumeðferð.
Dagný fór í vel heppnaða sprautumeðferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag opinberaði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari hópinn sem mætir Írlandi og Brasilíu í vináttuleikjum í júní.

Á fréttamannafundinum sagði Freyr frá því að 3-4-3 væri formlega orðið aðalleikerfi íslenska liðsins og það yrði unnið með það í komandi leikjum sem eru undirbúningur fyrir lokakeppni Evrópumótsins í júlí.

„Við höfum unnið með þetta síðan á mótinu í Kína. Við erum með marga frábæra miðverði og höfum mjög góða miðjumenn og framherja sem henta í þetta leikkerfi. Við eigum mjög fáa bakverði og við teljum að samsetningin í okkar hóp henti mjög vel fyrir þetta leikkerfi," sagði Freyr við Fótbolta.net í dag.

„Ég held að plássið fyrir bætingu í kerfinu sé töluvert. Við munum nýta þetta verkefni til að fínpússa kerfið sem plan A."

Við vissar kringumstæður breytist er auðvelt að breyta 3-4-3 í 5-3-2 eða 5-4-1.

„Gegn sterkum andstæðingum, Brasilíu og þeim liðum sem við erum með í riðlinum á EM, mun það gerast. Við verðum að vera meðvituð um það hvernig við stöndum og hvað við eigum að gera. Þetta gefur okkur að sama skapi möguleika á að pressa á ákveðnum köflum í 3-4-3 og það mun hjálpa mér að ná að kaflaskipta leikjum," segir Freyr.

Frábært að Dagný sé að koma til baka
Dagný Brynjarsdóttir hefur verið að glíma við meiðsli en er í hópnum. Á fréttamannafundinum í dag sagðist Freyr hæstánægður með samstarfið við félag hennar, Portland Thorns, sem hefur lagt sitt af mörkum til að Dagný nái EM.

„Frábært að hún sé að koma til baka einkennalaus. Hún hefur náð frábærum niðurstöðum í testum núna. Síðasta bakslag kom fyrir sex vikum og þá leit þetta mjög illa út. Ég átti ekki von á henni fyrir Evrópumótið. En hún fór í sprautumeðferð og ákveðna meðhöndlun í kjölfarið á því. Stefnan er að hún verði í toppstandi í júlí," segir Freyr.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar talar Freyr meðal annars um stöðu leikmannahópsins á þessum tímapunkti og hvað hann vill fá út úr komandi leikjum gegn Írlandi og Brasilíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner