Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 26. maí 2017 22:13
Magnús Már Einarsson
Juan Mata fagnar sigrinum í Evrópudeildinni á Íslandi
Mata í Nauthólsvík í dag ásamt Bjarna og Guðmundi.
Mata í Nauthólsvík í dag ásamt Bjarna og Guðmundi.
Mynd: Aðsend
Juan Mata, leikmaður Manchester United, er mættur í frí til Íslands ásamt fjölskyldu sinni.

Mata var í liði Manchester United sem lagði Ajax í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á Vinavöllum í Stokkhólmi í fyrradag.

Leikmenn Manchester United eru komnir í sumarfrí og Mata ákvað að halda upp á sigurinn í Evroṕudeildinni með fjölskyldu sinni með því að skella sér til Íslands.

Mata og fjölskylda hans komu til Íslands í dag og kíktu meðal annars í Nauthólsvík.

Bjarni Ævar Árnason og Guðmundur Geir Jónsson úr hljómsveitinni Kiriyama Family rákust þar á Mata en þeir eru á myndinni með honum hér til hliðar. Bjarni og Guðmundur eru einmitt báðir aðdáendur United.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner