lau 26. maí 2018 05:55
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Ísland í dag - Fjórðu umferð Inkasso lýkur með tveimur leikjum
Selfyssingar hafa ekki byrjað tímabilið vel, þeir fá Magna í heimsókn í dag.
Selfyssingar hafa ekki byrjað tímabilið vel, þeir fá Magna í heimsókn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski boltinn heldur áfram að rúlla í dag en leikið er í Inkasso deildinni og deildunum þar fyrir neðan.

Fyrsti leikur dagsins í Inkasso deildinni er viðureign Selfoss og Magna. Heimamenn í Selfoss eru með aðeins eitt stig eftir fyrstu þrjár umferðinar, gestirnir frá Grenivík eru hins vegar með þrjú stig eftir sigur gegn Víking Ólafsvík á laugardaginn. Leikurinn hefst klukkan 15:00.

Klukkan 16:00 verður flautað til leiks í síðari leik dagsins en þar mætast Þór og Fram á Þórsvelli. Þór er með fjögur stig eftir fyrstu þrjár umferðinar en Fram hefur hins vegar byrjað betur og er með sjö stig.

Í 2. deild eru þrír leikir á dagskrá, Grótta og Leiknir F. mætast í fyrsta leik dagsins klukkan 13:30 en hálftíma síðar verður flautað til leiks í hinum tveimur leikjunum. Fjarðabyggð og Völsungur mætast þá og Tindastóll og Víðir.

Augnablik og Sindri mætast klukkan 14:00 í 3. deild og Dalvík/Reynir og Ægir mætast á sama tíma. Í 4. deild fara fram tveir leikir, í C-riðli mætast KFS og Álftanes en í D-riðli eigast við Kría og Kormákur/Hvöt.

laugardagur 26. maí

Inkasso deildin - 1. deild karla
15:00 Selfoss-Magni (JÁVERK-völlurinn)
16:00 Þór-Fram (Þórsvöllur)

2. deild karla
13:30 Grótta-Leiknir F. (Vivaldivöllurinn)
14:00 Fjarðabyggð-Völsungur (Eskjuvöllur)
14:00 Tindastóll-Víðir (Sauðárkróksvöllur)

3. deild karla
14:00 Augnablik-Sindri (Fagrilundur)
14:00 Dalvík/Reynir-Ægir (Boginn)

4. deild karla - C-riðill
14:00 KFS-Álftanes (Týsvöllur)

4. deild karla - D-riðill
17:00 Kría-Kormákur/Hvöt (Vivaldivöllurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner