Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 26. maí 2018 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool framlengir við Standard Chartered
Mynd: Liverpool
Fjármálafyrirtækið Standard Chartered er búið að framlengja samstarfssamning sinn við Liverpool um fjögur ár.

Merki Standard Chartered hefur verið framan á treyju Liverpool síðan 2010 og mun vera þar til 2023 hið minnsta.

Nákvæmar upplýsingar um samninginn hafa ekki verið birtar en félagið sagði í yfirlýsingu að þetta væri mikilvægur samningur sem myndi hjálpa liðinu að vera samkeppnishæft í öllum keppnum.

„Við erum stoltir af því að skrifa undir fjögurra ára samning við Standard Chartered. Samstarfið hefur gengið ljómandi vel og við sjáum enga ástæðu til að slíta því," sagði Billy Hogan, stjórnarformaður og sölustjóri hjá Liverpool.

„Þessi samningur gerir okkur kleift að berjast við stærstu félög heims fjárhagslega séð."

Liverpool mætir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner