banner
   lau 26. maí 2018 10:10
Elvar Geir Magnússon
Man City tilbúið að opna veskið fyrir Isco
Powerade
City er tilbúið að opna veskið fyrir Isco.
City er tilbúið að opna veskið fyrir Isco.
Mynd: Getty Images
Seri er eftirsóttur.
Seri er eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Það er stór dagur í dag! Þá er ég ekki að tala um kosningarnar heldur fótboltann. Hefjum daginn á slúðrinu.

Manchester City er tilbúið að greiða Real Madrid 70 milljónir punda fyrir spænska miðjumanninn Isco (26). (Mundo Deportivo)

Michy Batshuayi (24), sóknarmaður Chelsea, segir að það komi ekki í ljós fyrr en eftir HM hvort hann snúi aftur á Stamford Bridge. Belgíski landsliðsmaðurinn eyddi seinni hluta liðins tímabils á láni hjá Borussia Dortmund. (Evening Standard)

Tottenham mun biðja Manchester United um franska sóknarleikmanninn Anthony Martial (22) ef belgíski varnarmaðurinn Toby Alderweireld (29) fer öfuga leið. (Sun)

Chelsea gæti boðið spænska sóknarmanninn Alvaro Morata (25) til Inter í skiptum fyrir argentínska framherjann Mauro Icardi (25). (Il Messaggero)

Arsenal og Chelsea fá samkeppni frá Napoli og Borussia Dortmund um Fílabeinsstrendinginn Jean-Michael Seri (26). Miðjumaðurinn spilar fyrir Nice í Frakklandi. (Sun)

Umboðsmaður Marco Asensio (22) segir að Real Madrid hafi hafnað stórum tilboðum frá enskum úrvalsdeildarfélögum í spænska framherjann. Asensio hefur verið orðaður við Manchester United og Chelsea. (Independent)

West Ham er líklegast til að krækja í Marlon (22), brasilískan varnarmann Barcelona. Marlon er á tveggja ára lánssamningi við Nice í Frakklandi en Leicester hefur einnig áhuga. (Mundo Deportivo)

Manchester City vill fá ítalska miðjumanninn Jorginho (26) frá Napoli, alsírska vængmanninn Riyad Mahrez (27) frá Leicester og jamaíska framherjann Leon Bailey (20) frá Bayer Leverkusen.(Manchester Evening News)

Arsenal fær samkeppni frá RB Leipzig um brasilíska vængmanninn Kenedy (22) sem er hjá Chelsea. (Goal)

Manchester United vonaðist eftir því að fá brasilíska vinstri bakvörðinn Alex Sandro (27) en útlit er fyrir að hann skrifi undir nýjan samning við Juventus. (Mirror)

Rússneska félagið Zenit í Pétursborg hefur ekki gefist upp á að reyna að fá Maurizio Sarri við stjórnvölinn. Þessi fyrrum stjóri Napoli er orðaður við stjórastarfið hjá Chelsea. (Guardian)

Marseille hefur áhuga á að fá miðjumanninn Marouane Fellaini (30) frá Manchester United. Belginn verður samningslaus í sumar. (L'Equipe)

Arsenal hefur rætt við umboðsmann sænska vængmannsins Emil Forsberg (26) en RB Leipzig vill bjóða honum nýjan samning. (SportExpressen)

Miðjumaðurinn Harry Arter (28) gæti yfirgefið Bournemouth til að reyna að auka möguleika sína á að komast í írska landsliðið. (Sky Sports)

Kevin Wimmer (25), miðvörður Stoke, er nálægt því að fara til Hannover í Þýskalandi. Austurríkismaðurinn er í viðræðum um lánssamning. (Mirror)

Brighton hefur lagt fram tilboð í enska varnarmanninn Liam Moore (25) hjá Reading. (Sky Sports)

Leicester og Newcastle eru að bítast um að fá ítalska varnarmanninn Lorenzo de Silvestri (30) frá Torino. (TalkSport)

Englendingurinn Graham Potter sem stýrir Östersund í Svíþjóð gæti verið ráðinn nýr stjóri Swansea í komandi viku. (Wales Online)
Athugasemdir
banner
banner
banner