sun 26. júní 2016 12:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Frakklands og Írlands: Payet kemur inn
Payet kemur aftur inn í liðið hjá Frökkum
Payet kemur aftur inn í liðið hjá Frökkum
Mynd: Getty Images
Það styttist í fyrsta leik dagins á EM í Frakklandi. Í leiknum eigast við heimamenn Frakkar og Írar.

Þessi lið mættust í einmitt í frægum leik árið 2009 þegar Thierry Henry slökkti á vonum Íra með hendi sinni. Þetta var leikur í umspili um sæti á HM í Suður-Afríku og markið tryggði Frökkum inn á HM, þar sem þeim reyndar gekk alveg skelfilega. Áhugavert verður sjá hvað gerist í dag og hvort Írar nái fram hefndum frá leiknum fræga hér um árið.

Byrjunarliðin fyrir leikinn eru klár og koma Frakkar aftur með liðið sem þeir byrjuðu með í fyrsta leik. Kante, Matuidi, Payet og Giroud koma aftur inn í liðið.

Hjá Írum er sama uppskrift og frá síðasta leik. Liðið vann Ítala 1-0 og því í rauninni engin ástæða til að breyta.

Frakkland: Lloris, Sagna, Koscielny, Rami, Evra, Kante, Griezmann, Payet, Matuidi, Pogba, Giroud.

Írland: Randolph, Coleman, Keogh, Duffy, Ward; McClean, Hendrick, McCarthy, Brady, Long, Murphy.
Athugasemdir
banner
banner
banner