Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 26. júní 2016 18:08
Arnar Geir Halldórsson
Byrjunarlið Ungverjalands og Belgíu: Ein breyting hjá Belgum
Ná Ungverjar að stríða stjörnum prýddu liði Belga?
Ná Ungverjar að stríða stjörnum prýddu liði Belga?
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Sigurliðið úr riðli okkar Íslendinga, Ungverjar, taka á móti Belgum í síðasta leik dagsins á EM en liðin mætast í Toulouse.

Belgar unnu 1-0 sigur á Svíum, 2-0 sigur Írum og töpuðu 2-0 fyrir Ítalíu á meðan Ungverjar unnu 2-0 sigur á Austurríki, gerðu 1-1 jafntefli við okkar menn og gerðu svo 3-3 jafntefli við Portúgal í einum skemmtilegasta leik mótsins.

Það er ekkert sem kemur á óvart í uppstillingum liðanna í kvöld en Marc Wilmots, þjálfari Belga, gerir eina breytingu frá liðinu sem lagði Svía. Dries Mertens kemur inn fyrir Yannick Carrasco.

Það lið sem sigrar leikinn mun mæta Walesverjum í 8-liða úrslitunum.

Ungverjaland: Király, Lang, Juhász, Guzmics, Kádár, Gera, Lovrencsics, Kleinheisler, Nagy, Dzsudzsák, Szalai

Belgía: Courtois, Meunier, Alderweireld, Vermaelen, Vertonghen, Witsel, Nainggolan, De Bruyne, Mertens, Hazard, R. Lukaku
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner