Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 26. júní 2016 20:55
Arnar Geir Halldórsson
EM: Ungverjar úr leik eftir stórtap gegn Belgum
Eden Hazard var frábær í kvöld
Eden Hazard var frábær í kvöld
Mynd: Getty Images
Ungverjaland 0-4 Belgía
0-1 Toby Alderweireld ('10 )
0-2 Michy Batshuayi ('78 )
0-3 Eden Hazard ('80 )
0-4 Yannick Ferreira-Carrasco ('90 )

Síðasta leik dagsins í 16-liða úrslitum EM lauk nú rétt í þessu en þar áttust Belgar og Ungverjar við.

Toby Alderweireld kom Belgum yfir á tíundu mínútu þegar hann skallaði aukaspyrnu Kevin De Bruyne framhjá varnarlausum Gabor Kiraly.

De Bruyne var nálægt því að að tvöfalda forystuna skömmu fyrir leikhlé en gamla brýnið Kiraly varði frábærlega.

Kiraly varði aftur vel í upphafi síðari hálfleiks þegar Eden Hazard átti fast skot á markið. Í kjölfarið fóru Ungverjar að sækja í sig veðrið en þeim tókst ekki að brjóta vörn Belga á bak aftur.

Þess í stað gerðu Belgar út um leikinn með þrem mörkum á síðasta stundarfjórðungnum.
Varamaðurinn Michy Batshuayi kom Belgum í 2-0 eftir stórkostlegan undirbúning Hazard. Hann kórónaði svo mjög góðan leik sinn með því að skora þriðja markið og negldi þar með síðasta naglann í kistu Ungverja sem eru á heimleið.

Annar varamaður, Yannick Ferreira-Carrasco stráði salti í sár Ungverja þegar hann skoraði fjórða markið í uppbótartíma og lokatölur 4-0.

Það verða því Belgar sem mæta Walesverjum í Lille næstkomandi föstudag.









Athugasemdir
banner
banner
banner