sun 26. júní 2016 14:56
Magnús Már Einarsson
Nice
Gylfi: England hefur ekki spilað sinn besta fótbolta
Icelandair
Úr leik Englands og Slóvakíu í síðustu viku.
Úr leik Englands og Slóvakíu í síðustu viku.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þeir hafa ekki spilað sinn besta fótbolta en þeir eru komnir í 16-liða úrslit og það sýnir hvað hópurinn er sterkur," sagði Gylfi Þór Sigurðsson í dag aðspurður út í enska landsliðið.

„Þeir hafa öfluga leikmenn, framherja sem hafa skorað mörk sér til gamans undanfarin tímabil og reynda leikmenn."

„Þetta verður erfiður leikur en vonandi getum við haldið þeim niðri á morgun."

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliða Íslands, finnst Englendingar hafa spilað vel hingað til.

„Við höfum fylgst með öllu mótinu og mér finnst England hafa spilað vel. Þeir hafa spilað fínan fótbolta," sagði Aron á fréttamannafundi í dag.

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner