Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 26. júní 2016 14:11
Magnús Már Einarsson
Gylfi: Það hafa farið nokkur SMS á milli
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson mun kljást við fyrrum liðsfélaga sína hjá Tottenham í leiknum gegn Englandi í 16-liða úrslitum EM.

Gylfi spilaði með Kyle Walker, Harry Kane og Danny Rose hjá Tottenham áður en hann fór til Swansea. Líklegt er að þeir verði allir í byrjunarliðinu gegn Íslandi á morgun.

„Ég hlakka til. Auðvitað er sérstakt að spila á móti fyrrum liðsfélögum í landsleik. Mig hlakkar samt meira til að spila á móti Englandi í 16-liða úrslitum. Maður hefur beðið eftir því í mörg ár. Að eiga möguleika á að komast í 8-liða úrslit er næstum óraunverulegt," sagði Gylfi við Fótbolta.net í dag.

„Við erum allir fínir félagar og erum ennþá í sambandi. Við höfum spjallað svolítið saman og það verður gaman að mæta þeim á morgun," sagði Gylfi sem vill ekki segja hvað hefur farið þeirra á milli.

„Það hafa farið nokkur sms á milli en það er ekkert sem ég ætla að gefa upp hérna."
Athugasemdir
banner
banner