Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 26. júní 2016 14:07
Magnús Már Einarsson
Nice
Gylfi vill sjá breytingar hjá UEFA í miðasölu
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson er svekktur með að einungis 3000 Íslendingar hafi fengið miða á leikinn gegn Englandi annað kvöld.

„Við hefðum viljað fá fleiri miða," sagði Gylfi á fréttmannafundi í dag en fáir Íslendingar kræktu í miða þegar miðasalan fór fram á fimmtudag.

„UEFA þarf að finna aðra lausn á því hvernig miðarnir fara út í 8 og 16-liða úrslitum. Það hefði verið gaman að hafa 10-15 þúsund manns hérna. Svona er þetta. Vonandi getum við spilað góðan leik sem stuðningsmennirnir eiga eftir að njóta."

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði, tók einnig til máls og hann segist finna fyrir miklum stuðningi á Íslandi.

„Við finnum stuðninginn að heiman. Við sjáum þetta á internetinu. Þetta snýst um hvernig við nýtum þessa orku og við erum að nýta hana á jákvæðan hátt. Þetta snýst um okkur á vellinum og við þurfum að fara út á völl og berjast," sagði Aron.

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner