Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 26. júní 2016 15:15
Jóhann Ingi Hafþórsson
Nice
Heimir: Líf leikmanna mun breytast ef við vinnum England
Icelandair
Heimir Hallgrímsson syngur þjóðsönginn.
Heimir Hallgrímsson syngur þjóðsönginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson sat fyrir svörum fréttamanna í dag ásamt Aroni Einar Gunnarsyni, Gylfa Sigurðssyni og Lars Lagerback.

Þjálfaranir voru spurðir hvað það myndi þýða fyrir Ísland að vinna England á morgun.

Heimir sagði að líf hvers og eins leikmanns mun breytast með sigri á Englandi.

„Við höfum sagt að fyrir strákana er þetta win, win leikur, þeir hafa nú þegar unnið hug og hjörtu allra íslendinga og með góðri frammistöðu á móti Englandi koma þeir alltaf út sem sigurvegarar, byrjaði hann.

„Hins vegar ef við vinnum England mun lífið þeirra breytast og lífið okkar sem erum í kringum þá mun breytast. Íslenskur fótbolti mun gengishækka og það verður öðruvísi talað um hann í framtíðinni.

„Ef þú vilt fá það betsta út úr lífinu verðuru að vera tilbúinn þegar tækifærið kemur. Tækifærin koma ekki stærra en þetta. Þetta er þeirra svið og það er þeirra að spila úr því. Ég held við munum öll hagnast ef við vinnum England. Okkar strákar geta ekki verið annað en sigurvegarar eftir leik gegn Englandi ef við fáum góða framistöðu," sagði Heimir að lokum.

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner