Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 26. júní 2016 11:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hinn efnilegi Breel Embolo til Schalke (Staðfest)
Embolo er farinn í Bundesliguna
Embolo er farinn í Bundesliguna
Mynd: Getty Images
Þýska félagið Schalke er búið að festa kaup á hinum bráðefnilega Breel Embolo frá Basel.

Embolo er 19 ára gamall sóknarmaður sem skoraði 13 mörk fyrir Birki Bjarnason og félaga í Basel á síðustu leiktíð.

Hann var valinn í svissneska landsliðshópinn fyrir EM og kom við sögu í öllum fjórum leikjum liðsins á mótinu. Sviss datt úr leik í 16-liða úrslitum í gær gegn Póllandi.

Hann hefur verið orðaður við mörg af stærstu liðum Evrópu og þar á meðal Manchester United og Totteham. Hann hefur nú hins vegar samið við Schalke.

Schalke endaði í 5. sæti í þýsku Bundesligunni á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner