Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 26. júní 2016 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Leikir í 1. deild kvenna og 4. deild
Stelpurnar úr Völsungi mæta Fjarðab/Hetti/Leikni
Stelpurnar úr Völsungi mæta Fjarðab/Hetti/Leikni
Mynd: 640.is - Hafþór
Það er frekar lítið um að vera hér á Íslandi í dag.

Landsmenn bíða líklega með hnútinn í maganum fyrir leiknum á morgun, en þá mætast England og Ísland í 16-liða úrslitum á EM.

Í dag verða þrír leikir spilaðir hér landi. Þetta eru leikir í 1. deild kvenna og 4. deild karla.

Í 1. deild kvenna mætast Fjarðab/Höttur/Leiknir og Völsungur í C-riðli. Liðin eru í tveimur neðstu sætum riðilsins fyrir leikinn í dag því mikilvægur fyrir bæði lið.

Það eru tveir leikir í 4. deild karla í dag. í A-riðli mætast Mídas og Hörður frá Ísafirði, en liðin hafa ekki átt sérstöku gengi að fagna. Kóngarnir og Álftanes mætast svo í D-riðli, en Kóngarnir eru án stiga á meðan Álftanes er með sjö talsins.

Leikir dagsins:
1. deild kvenna C riðill

14:00 Fjarðab/Höttur/Leiknir - Völsungur (Norðfjarðarvöllur)

4. deild karla A riðill
14:00 Mídas - Hörður Í. (Framvöllur)

4. deild karla D riðill
14:00 Kóngarnir - Álftanes (Leiknisvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner