Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 26. júní 2016 13:58
Magnús Már Einarsson
Íslenska liðið hefur æft vítaspyrnur
Icelandair
Lars Lagerback.
Lars Lagerback.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Lars Lagerback, landsliðsþjálfari Íslands, segir að íslenska liðið hafi æft vítaspyrnur fyrir leikinn gegn Englendingum í 16-liða úrslitum EM á morgun.

Englendingar hafa sex sinnum dottið út á stórmóti eftir vítaspyrnukeppni síðan árið 1990.

Enskir fjölmiðlar velta vítaspyrnukeppnum mikið fyrir sér og þeir spurðu Lars í dag hvort íslenska liðið hafi æft vítaspyrnur fyrir morgundaginn.

„Við æfðum aðeins vítaspyrnur. Sumar spyrnur voru góðar og aðrar voru ekki eins góðar. Þetta var frekar venjulegt," sagði Lars um vítspyrnurnar.

Töp Englendinga í vítaspyrnukeppnum frá 1990
HM 1990 Vestur-Þýskaland
EM 1996 Þýskaland
HM 1998 Argentína
EM 2004 Portúgal
HM 2006 Portúgal
EM 2012 Ítalía
Athugasemdir
banner