Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 26. júní 2016 15:18
Elvar Geir Magnússon
Nice
Jimmy Bullard: Íslendingar ekki aular
Icelandair
Bullard sæll og glaður.
Bullard sæll og glaður.
Mynd: Getty Images
Jimmy Bullard, fyrrum leikmaður í ensku úrvalsdeildinni, býst við þægilegum sigri Englands gegn Íslandi á morgun.

Hann segir þó að Íslendingar hafi sýnt það á EM að þeir eru engir aular.

„Nú fer mótið af stað fyrir alvöru og við fáum ekki betra tækifæri til að komast í 8-liða úrslit á stórmóti. Það er ekki hægt að afskrifa Ísland, þeir hafa sýnt að þeir eru engir aular," segir Bullard í pistli sínum.

„Ég tel að við séum með of gott lið fyrir Ísland. Þrátt fyrir að þeir spili skipulagðan varnarleik erum við með gæði til að vinna þennan leik á þægilegan hátt. Ég er ánægður með að við sluppum við að mæta Portúgal."

Bullard telur að England gæti unnið mótið.
Athugasemdir
banner
banner