Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 26. júní 2016 15:21
Jóhann Ingi Hafþórsson
Nice
Lars: Eina sem kemur mér á óvart er að ekkert kemur mér á óvart
Icelandair
Lars Lagerback syngur þjóðsönginn.
Lars Lagerback syngur þjóðsönginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback var einn þeirra sem sat fyrir svörum fyrir hönd Íslands á fréttamannafundi sem fram fór á Stade de Nice í dag en þar fer einmitt fram leikur Englands og Íslands annað kvöld.

Hann var spurður hvort það væri eitthvað sem gæti komið honum á óvart í leik Englands á morgun.

„Í dag segi ég að eina sem kemur mér á óvart er að ekkert kemur mér á óvart í fótbolta en þeir breyta líklega ekki leikstílnum. Þeir eru með tekníska leikmenn og eru meira með boltann en þeir voru á árum áður. Roy er of gáfaður til að spila annan leik með þessa leikmenn."

„Þeir hafa staðið sig nokkuð vel fyrir utan að skora mörk. Þetta hafa verið jafnir leikir og ekki bestu úrslitin hingað til en fótboltinn snýst um að skora mörk. Vonandi halda þeir áfram að spila svona og við náum að loka betur á þá en önnur lið," sagði Lars Lagerback.

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner