Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 26. júní 2016 10:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Guardian 
Leikmenn sem hafa hækkað í verði á EM - Birkir Bjarna á lista
Kyle Walker
Kyle Walker
Mynd: Getty Images
Marek Hamsik
Marek Hamsik
Mynd: Getty Images
Joe Allen
Joe Allen
Mynd: Getty Images
Birkir Bjarnason!
Birkir Bjarnason!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stórmót í fótbolta eru góður stökkpallur fyrir leikmenn að sýna sig og komast að hjá stærra félagi.

EM í Frakklandi er þar engin undantekning, en hér að neðan má sjá lista yfir tíu leikmenn sem hafa heillað í Frakklandi og hafa hækkað eitthvað í verði.

Þetta er listi sem The Guardian tók saman.



Michael McGovern
Markvörður Norður-Írlands
Hann átti stóran þátt í því að Norður-Írar skyldu komast áfram í 16-liða úrslitin. Átti magnaðan leik gegn Þjóðverjum sem mun vafalítið gera leit hans að nýju félagi auðveldari.

Kyle Walker
Varnarmaður Englands
Það hafa ekki margir í enska liðinu hækkað orðspor sitt á þessu móti, en Kyle Walker er þó einn þeirra. Ísland verður að hafa gætur á honum í leiknum á morgun.

Marek Hamsik
Miðjumaður Slóvakíu
Maður tekur alltaf eftir hárgreiðslunni hjá Hamsik, en frammistöður hans á mótinu hafa alls ekki eyðilagt fyrir. Skoraði frábært mark á móti Slóvakíu og sýndi mikinn aga í leik sínum gegn Englandi.

Ivan Perisic
Miðjumaður Króatíu
Þetta er leikmaður sem gekk einu sinn í raðir Sochaux í Frakklandi til þess að bjarga kjúklingabúi föður síns. Átti gott mót og skoraði sigurmarkið gegn Spáni, en Króatar urðu vonbrigðum í gær þegar þér féllur úr leik gegn Portúgal í 16-liða úrslitum.

Grzegorz Krychowiak
Miðjumaður Póllands
Búinn að vera einn af bestu djúpu miðjumönnunum á mótinu. Var á radarnum hjá nokkrum af stærstu liðum Evrópu fyrir mótið, en eftir frammistöður hans á mótinu gæti farið svo að PSG borgi riftunarverð upp á 45 milljónir evra fyrir hann.

Joe Allen
Miðjumaður Wales
Byrjaði lítið hjá Liverpool á síðasta tímabili, en hefur sannað hversu góður hann er með Wales á mótinu. Aaron Ramsey og Gareth Bale hafa verið að einoka fyrirsagnirnar, en Allen hefur skilað sinni vinnu vel á miðjunni.

Laszlo Kleinheisler
Miðjumaður Ungverjalands
Hinn ungverski Paul Scholes segja einhverjir. Maður sem hefur stjórnað miðjunni hjá Ungverjum eins og herforingi. Hefur sannað sig á þessu móti í liði Ungverja sem hefur komið mikið á óvart.

Birkir Bjarnason
Miðjumaður Ísland
Hvar getur maður byrjað? Birkir er algjör vinnuhestur í þessu íslenska liði. Skoraði jöfnunarmarkið mikilvæga gegn Portúgal og átti svo þennan margumtalaða 100 metra sprett upp völlinn á 95. mínútu gegn Austurríki. Algjör draumur að hafa hann í liðinu hjá Íslandi og hann gefur sig alltaf allan í verkefnið.

Dimitri Payet
Sóknarmaður Frakklands
Átti frábært tímabil með West Ham á Englandi og er búin að vera hetja Frakka á EM. Hann er búinn að skora tvö gríðarlega mikilvæg mörk og hefur verið orðaður við öll helstu stórlið Evrópu.

David Silva
Sóknarmaður Spánar
Kannski ekki búið að tala mikið um hann í þessu spænska liði. Hefur verið í skugganum síðustu ár, en er búinn að sýna hversu góður hann er á þessu móti. Lykilmaður í sóknaraðgerðum Spánverja.
Athugasemdir
banner
banner