Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 26. júní 2016 11:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leonid Slutsky hættur með Rússland (Staðfest)
Slutsky er formlega stíginn frá borði
Slutsky er formlega stíginn frá borði
Mynd: Getty Images
Leonid Slutsky er hættur sem landsliðsþjálfari Rússlands, en þetta er rússneska knattspyrnusambandið búið að staðfesta.

Slutsky hefur þjálfað CSKA Moskvu samhliða starfi sínu sem landsliðsþjálfari og mun nú aðeins einbeita sér að starfi sínu hjá CSKA.

Hann tók við starfi landsliðsþjálfara eftir brottrekstur Fabio Capello í ágúst. Hann kom liðinu á EM í Frakklandi, en þar var árangurinn hreint út sagt ömurlegur.

„Eftir mót eins og þetta þá þarf einhver taka við stjórninni," sagði Slutsky eftir síðasta leik á mótinu í Frakklandi.

Rússland mun halda HM eftir tvö ár og liðið ætlar sér stóra hluti þar. Þekkt nöfn í þjálfaraheiminum eins og Manuel Pellegrini og Guus Hiddink, sem einmitt stýrði Rússlandi um árið, hafa verið orðaðir við starfið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner