Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 26. júní 2016 18:14
Jóhann Ingi Hafþórsson
Nice
Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Englandi
Þetta hefur virkað ansi vel hingað til og því engin ástæða til að breyta til.
Þetta hefur virkað ansi vel hingað til og því engin ástæða til að breyta til.
Mynd: Fótbolti.net
Við spáum engum breytingum á byrjunarliði Íslands, frekar enn fyrri daginn, fyrir stórleikinn gegn Englandi á morgun en leikið er í 16 liða úrslitum.

Allir leikmenn eru heilir heilsu og því ekkert sem ætti að koma í veg fyrir að byrjunarliðið haldist óbreytt.

Hingað til í keppninni hafa Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson notast við sama byrjunarlið enda hefur það virkað mjög vel og hafa þjálfararnir jafnan verið kallaðir íhaldsamir í liðvalinu.

Theodór Elmar Bjarnason og Arnór Ingvi Traustason komu mjög sprækir inn í leikinn gegn Austurríki en við spáum þeim áframhaldandi veru á bekknum.

Leikurinn hefst kl 19:00 að íslenskum tíma og mun Fótbolti.net að sjálfsögðu gefa honum góð skil.

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner