Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 26. júní 2016 09:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: BBC 
Man. Utd verður að bæta heimsmet fyrir Pogba
Powerade
Pogba gæti verið á leið aftur til Man. Utd
Pogba gæti verið á leið aftur til Man. Utd
Mynd: Getty Images
Er Dier á leið til Þýskalands?
Er Dier á leið til Þýskalands?
Mynd: Getty Images
Það er komið að slúðurpakka dagsins í boði Powerade, en pakkinn er ansi þykkur á þessum ágæta sunnudegi.



Pep Guardiola tekur við sem stjóri Man. City eftir nokkra daga og hann trúir því að hann komi til með að kaupa miðvörðinn John Stones frá Everton, en Chelsea og Man. Utd hafa enn áhuga á Stones. (Sun)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, ætlar að hitta fulltrúa sóknarmannsins Alexandre Lacazette, en hann mun fá samkeppni frá Atletico Madrid og West Ham um kaupin á honum. (Sunday Mirror)

Ensku meistararnir í Leicester hafa sett til hliðar 50 milljónir punda til þess að halda þeim leikmönnum sem hjálpuðu liðinu að vinna titilinn áfram hjá félaginu. (Star on Sunday)

Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, er pirraður á því að félaginu hafi einungis tekist að kaupa Eric Bailly frá Villareal hingað til. (Manchester Evening News)

United verður að borga heimsmetsfé, ætli þeir sér fá Paul Pogba aftur frá Juventus. Eins og staðan er núna þá er metið 85,3 milljónir punda - það sem Real Madrid borgaði fyrir Gareth Bale. (Sunday Telegraph)

Mourinho vonast til þess að 30 milljónir punda verði nóg til þess að kaupa Julian Draxler frá Wolfsburg ef liðinu tekst ekki að fá Henrikh Mkhitaryan frá Borussia Dortmund. (Star on Sunday)

Hinn 31 árs gamli Bastian Schweinsteiger gæti verið á útleið frá Man. Utd. (Manchester Evening News)

Brasilíumaðurinn Neymar er við það að skrifa undir nýjan fjögurra ára samning við Barcelona, en samningurinn mun innihalda riftunarverð upp á 186 milljónir punda. (Mundo Deportivo)

Tottenham mun fá samkeppni frá franska félaginu Paris Saint-Germain um kaup á sóknarmanninum Vincent Janssen frá AZ Alkmaar. (L'Equipe)

Miðjumaðurinn Eric Dier hefur hrifið þýsku risanna í Bayern München með frammistöðum sínum með Englandi á EM í Frakklandi. (Sunday People)

Ronald Koeman, nýr stjóri Everton, hefur áhuga á því að fá Morgan Schneiderlin frá Man. Utd, en Schneiderlin spilaði undir stjórn Koeman hjá Southampton á sínum tíma. (Sunday Mirror)

Stoke mun klára 16 milljón punda kaup á hinum 22 ára gamla Saido Berahino frá West Brom í þessari viku. (Sunday People)

Swansea er að nálgast kaup á Mike van der Hoorn, ungum varnarmanni Ajax, en hann mun kosta félagið 2 milljónir punda. (Mail on Sunday)

Alan Pardew, stjóri Crystal Palace, vill vinna aftur með bakverðinum Davide Santon, en hann fær ekki mikið að spila hjá Inter Milan. (La Gazzetta dello Sport)

Newcastle mun bjóða 10 milljónir punda í Matt Ritchie hjá Bournemouth þar sem félagið óttast það að missa Andros Townsend. (Sun)

Newcastle hefur einnig áhuga á Dwight Gayle, sóknarmanni Crystal Palace, sem metinn er á 10 milljónir punda. (Newcastle Chronicle)
Athugasemdir
banner
banner
banner