Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 26. júní 2016 21:52
Arnar Geir Halldórsson
Mane á leið í læknisskoðun hjá Liverpool
Á leið til Liverpool
Á leið til Liverpool
Mynd: Getty Images
Sadio Mane gæti verið kynntur sem nýr leikmaður Liverpool á þriðjudag ef marka má nýjustu fréttir frá Englandi.

Samkvæmt heimildum BBC fréttastofunnar er Mane á leið í læknisskoðun hjá Liverpool á morgun, mánudag og verður dagurinn svo nýttur til að klára allar hliðar samnings Mane við Liverpool.

Kaupverðið er talið hljóða upp á 30 milljónir punda en þessi 24 ára gamli Senegali skoraði 15 mörk í öllum keppnum fyrir Southampton á síðustu leiktíð.

Það myndi þýða að Mane yrði þriðji dýrasti leikmaður í sögu Liverpool en aðeins Andy Carroll og Christian Benteke hafa verið keyptir fyrir meiri pening.

Jurgen Klopp er að byggja upp nýtt lið á Anfield og fari svo að Mane gangi til liðs við félagið verður hann fjórði leikmaðurinn sem kemur til Liverpool í sumar.

Hinir þrír eru serbneski miðjumaðurinn Marko Grujic, kamerúnski varnarmaðurinn Joel Matip og þýski markvörðurinn Loris Karius.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner