Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 26. júní 2016 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Merson: Óvæntustu úrslit í sögu EM ef Ísland vinnur
Icelandair
Paul Merson er sigurviss
Paul Merson er sigurviss
Mynd: Getty Images
England og Ísland mætast í 16-liða úrslitunum á EM í Frakklandi á mánudaginn næstkomandi.

Flestir Englendingar eru frekar sigurvissir fyrir leikinn og þar á meðal er Paul Merson, sérfræðingur hjá Sky.

„Ef við vinnum ekki þá yrðu það líklega óvæntustu úrslitin í sögu EM. Það búa fleiri í Lundúnum en á öllu Íslandi. Það búa nærrum því fleiri í Newcastle. Þú verður að setja það í samhengi," sagði Merson um leikinn.

„Ég get ekki séð neitt annað en sigur Englands. Við hefðum ekki getað óskað okkur betri drátt."

„Það eina sem veldur mér áhyggjum hjá Íslandi eru löngu innköstin. Þegar þú ert með það þá ertu alltaf inn í leiknum. Þeir skoruðu úr löngu innkasti um daginn og það er eitthvað sem England verður að passa sig."

Athugasemdir
banner
banner