Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 26. júní 2016 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Moyes reyndi að fá Kroos til Man. Utd
Moyes reyndi að fá Kroos á Old Trafford
Moyes reyndi að fá Kroos á Old Trafford
Mynd: GettyImages
David Moyes reyndi að fá Toni Kroos til Manchester United á sínum tíma, en hann skrifar um það í Sunday Times.

Moyes var ekki lengi við stjórnvölin hjá United, en sumarið sem hann tók við félaginu reyndi hann við ýmsa miðjumenn án árangurs. Til dæmis má nefna Thiago Alcantara, Cesc Fabregas og svo auðvitað Toni Kroos.

Kroos fór hins vegar til Real Madrid á meðan Moyes endaði á því að kaupa Marouane Fellaini frá Everton.

„Ég vildi fá Kroos til Manchester United frá Bayern München," skrifar Moyes.

„Ég hugsaði með mér að sendingargeta hans myndi gera hann að toppleikmanni hjá United, kannski arftaka fyrir Paul Scholes."

„Hann hefur sýnt það hjá Real Madrid hversu góður fótboltamaður hann er."

Athugasemdir
banner
banner
banner