Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 26. júní 2016 19:06
Arnar Geir Halldórsson
Rose um Gylfa: Einn sá besti sem ég hef séð í að klára færin sín
Rose hræðist Gylfa
Rose hræðist Gylfa
Mynd: Getty Images
Danny Rose verður væntanlega í vinstri bakverðinum hjá Englandi á morgun þegar liðið mætir Íslandi í 16-liða úrslitum EM.

Rose var í viðtali við fréttateymi enska knattspyrnusambandsins þar sem hann var meðal annars spurður út í leikinn.

„Þetta verður erfitt verkefni. Við höfum séð hvernig þeir liggja til baka og beita góðum skyndisóknum. Við verðum að vera þolinmóðir en verðum líka að reyna að skora snemma til að draga þá framar á völlinn," segir Rose.

Hann nefnir sérstaklega Gylfa Þór Sigurðsson sem hættulegan andstæðing en Rose þekkir vel til Gylfa eftir að hafa spilað með honum hjá Tottenham.

„Þeir hafa hættulega leikmenn í sóknarleiknum, þá sérstaklega Gylfa Sigurðsson. Hann er mjög góður leikmaður og mér finnst hann vera vanmetinn. Hann getur skotið með báðum fótum og er einn sá besti sem ég hef séð í að klára færin sín," segir Rose en viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner