sun 26. júní 2016 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Engar líkur á því að Neymar fari til Real Madrid"
Þessir þrír munu væntanlega spila saman á næsta tímabili
Þessir þrír munu væntanlega spila saman á næsta tímabili
Mynd: Getty Images
Faðir Brasilíumannsins Neymar segir að engar líkur séu á því að sonurinn fari til Real Madrid í sumar.

Upp á síðkastið hefur Neymar verið orðaður við brottför frá Barcelona og hefur verið talað um þessi þrjú stóru félög, líklegast Man. Utd, PSG og Real Madrid og það að þau séu tilbúin að borga riftunarverð í samningi Neymar.

Þegar faðir Neymar var spurður út í möguleikann á því hvort sonur sinn væri á leið til Real Madrid svaraði hann á eftirfarandi hátt.

„Líkurnar á því að hann endi þar eru engar," sagði faðir leikmannsins.

„Hann er enn á samningi hjá félaginu og það veit alveg hvað er að gerast."

„Fólk hefur sagt 10.000 mismunandi hluti um son minn. Neymar er á samningi hjá Barcelona og hann á tvö ár í viðbót hjá félaginu. Það er eitt fyrir vissu. Hann verður að hlýða samningnum - að auki þá er hann ánægður hjá félaginu."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner