Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 26. júní 2016 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sturridge: Sterling er einn sá hæfileikaríkasti í heiminum
Sturridge hefur mikla trú á félaga sínum
Sturridge hefur mikla trú á félaga sínum
Mynd: Getty Images
Daniel Sturridge segir að liðsfélagi sinn hjá enska landsliðinu, Raheem Sterling, sé einn hæfileikaríkasti leikmaður í heimi.

Sterling hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir frammistöður sínar með Englandi á EM í Frakklandi.

Sturridge stendur þó þétt við bakið á Sterling, en það er ekki langt síðan þeir voru líka liðsfélagar hjá Liverpool.

„Það er bara tímaspursmál áður en hann tekur leik sinn á næsta stig og ég er viss um að það gerist mjög fljótt," sagði Sturridge.

„Hann leggur hart að sér á æfingasvæðinu og er einn af hæfileikaríkustu leikmönnum í heiminum."

England mætir einmitt Íslandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi og búast má við því að Sterling og Sturridge verði báðir í byrjunarliði Englands í þeim leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner