Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 26. júní 2016 12:30
Magnús Már Einarsson
Þrír njósna fyrir íslenska liðið í dag
Icelandair
Helgi Kolviðsson (til vinstri).
Helgi Kolviðsson (til vinstri).
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Bill Gunnarsson, Helgi Kolviðsson og Roland Andersson verða í Lyon í dag klukkan 13:00 þegar Frakkland og Írland mætast í 8-liða úrslitum EM.

Vísir.is greinir frá þessu.

Þeir munu þar leikgreina leikinn en sigurvegarinn í leiknum mætir Íslandi eða Englandi í 8-liða úrslitum EM.

Sá leikur fer fram á Stade de France næstkomandi sunnudagskvöld.

Arnar, Helgi og Roland hafa allir verið í starfsliði Íslands í kringum EM og þeir verða klárir með greinargóðar upplýsingar um andstæðinginn í 8-liða úrslitum ef Ísland kemst áfram á morgun.

Freyr Alexandersson hefur einnig verið á mörgum leikjum á EM að njósna fyrir undankeppni HM 2018. Í gær sá hann leik Portúgal og Króatíu en Ísland er með síðarnefnda liðinu í riðli í undankeppni HM.

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner
banner