sun 26. júní 2016 13:03
Elvar Geir Magnússon
Nice
Umhverfisvæna hreiðrið í Nice - Svið morgundagsins
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allianz Riviera í Nice er leikvangurinn þar sem Ísland og England mætast annað kvöld í 16-liða úrslitum Evrópumótsins.

Gárungar kalla leikvanginn „Hreiðrið í Nice" en EM-teymi Fótbolta.net er mætt til borgarinnar og skoðaði völlinn áðan.

Fylgstu með á Snapchat: Fotboltinet

Leikvangurinn er með 35.624 sæti en Íslendingar fá aðeins um 3.000 af þeim.

Völlurinn er heimavöllur knattspyrnufélagsins OGC Nice sem endaði í 4. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar á síðastliðnu tímabili.

Leikvangurinn er mjög umhverfisvænn eins og fram kemur í pistli á vefsíðu Tólfunnar. Það eru yfir 4.000 sólarrafhlöður sem sjá vellinum fyrir rafmagni, nýtir jarðvarma til upphitunar og regnvatn til að vökva völlinn.

Hér má sjá myndir sem Hafliði Breiðfjörð tók af leikvanginum.
Athugasemdir
banner
banner
banner