Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 26. júní 2017 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ástæðan fyrir því að Liverpool missti af Dani Alves
Hefði getað endað hjá Liverpool.
Hefði getað endað hjá Liverpool.
Mynd: Getty Images
Brasilíski hægri bakvörðurinn Dani Alves hefði getað endað hjá Liverpool ef ekki hefði verið hætt við að kaupa hann af fjárhagslegum ástæðum. Þetta segir Rick Parry, fyrrum stjórnarformaður Liverpool.

Alves, sem mun væntanlega ganga í raðir Manchester City á næstunni, var á óskalista Rafa Benitez, þáverandi stjóra Liverpool, þegar hann var leikmaður Sevilla.

Það varð þó ekkert af kaupunum þar sem Liverpool vildi kaupa tvo leikmenn í stað þess að kaupa bara einn.

„Það var allt í höfn - eftir miklar flækjur - og síðan þurftum við að taka ákvörðun um það hvort við vildum kaupa tvo leikmenn eða eyða öllu í bakvörð," sagði Parry.

„Alves var ekki leikmaðurinn þá sem hann er núna, en hann leit alltaf út fyrir að vera frábær leikmaður."

„Hefði verið betra að kaupa hann heldur en (Jermaine) Pennant og (Peter) Crouch, til dæmis? Já líklega, en það er auðvelt að segja það þegar maður lítur til baka."
Athugasemdir
banner
banner