Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 26. júní 2017 10:13
Magnús Már Einarsson
Félög í Tyrklandi og Belgíu hafa áhuga á Ögmundi
Ögmundur Kristinsson.
Ögmundur Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ögmundur Kristinsson, markvörður íslenska landsliðsins, er mögulega á förum frá sænska félaginu Hammarby.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa félög í Tyrklandi, Belgíu og á Norðurlöndunum sýnt Ögmundi áhuga.

Hinn 28 ára gamli Ögmundur kom til Hammarby frá danska félaginu Randers fyrir tveimur árum.

Hammarby er nú þegar byrjað að undirbúa sig fyrir það þegar Ögmundur fer en félagið er að skoða Johan Wiland markvörð Malmö.

Jesper Jansson, yfirmaður íþróttamála hjá Hammarby, staðfestir í samtali við Fotbollskanalen að félagið hafi áhuga á að fá Wiland ef Ögmundur fer annað í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner