mán 26. júní 2017 10:05
Magnús Már Einarsson
Man Utd að landa Matic og Nainggolan?
Powerade
Nainggolan er orðaður við Manchester United í dag.
Nainggolan er orðaður við Manchester United í dag.
Mynd: Getty Images
Max Meyer er á óskalista Liverpool.
Max Meyer er á óskalista Liverpool.
Mynd: Getty Images
Harry Kane er orðaður við Manchester United.
Harry Kane er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru með fullt af slúðri í dag. Kíkjum á pakkann.



Veðbankar hafa lækkað stuðulinn á því að Harry Kane (23) fari frá Tottenham til Manchester United úr 20 niður í 6. (Daily Star)

Tottenham hefur hlegið að orðrómi þess efnis að Kane sé á leið til United. Daniel Levy, formaður Tottenham, segir að Kane sé metinn á 200 milljónir punda. (Independent)

Alex Sandro (26) varnarmaður Juventus hefur samþykkt að ganga í raðir Chelsea á 61 milljón punda. (Metro)

Auk Sandro þá gæti Chelsea keypt Virgil van Dijk, varnarmann Southampton, Romelu Lukaku framherja Everton og Tiemoue Bakayoko miðjumann Mónakó á samtals 240 milljónir punda. (Daily Express)

Arsenal og Manchester City eru að íhuga að skipta á Alexis Sanchez og Sergio Aguero. (Daily Star)

Olivier Giroud (30), framherji Arsenal, hefur verið í sambandi við forseta Lyon en hann gæti farið þangað í sumar. (Independent)

Manchester United er við það að kaupa Nemanja Matic (28) frá Chelsea. Félagaskiptin gætu gengið í gegn fyrir helgi. (ESPN)

Manchester United er einnig nálægt því að kaupa miðjumanninn Radja Nainggolan frá Roma. (II Tempo)

Swansea hefur hafnað 30 milljóna punda tilboði frá Everton í Gylfa Þór Sigurðsson. (Mirror)

Chelsea gæti óvænt keypt Kostas Manolas (26) varnarmann Roma á 35 milljónir punda. Manolas var sagður vera á leið til Zenit St. Pétursborg á dögunum. (Express)

Portúgalski miðjumaðurinn Renato Sanches (19) segist ekki vera á leið til Manchester United. Sanches reiknar með að vera áfram hjá Bayern. (Record)

Kylian Mbappe (18), framherji Mónakó, fær 900% launahækkun hjá félaginu til að hann fari ekki til Real Madrid, Liverpool og Arsenal. (Sun)

Liverpool er að reyna að fá Max Meyer (21) miðjumann Schalke. Tottenham hefur líka áhuga. (Daily Star)

Crystal Palace ætlar að reyna að fá framherjann Kelechi Iheanacho (20) frá Manchester City. West Ham og Leicester hafa líka áhuga á Nígeríumanninum. (Mirror)

Juventus ætlar að bjóða 15 milljónir punda í Cedric Soares (25) hægri bakvörð Southampton. (Sun)

Gianluigi Donnarumma, markvörður AC Milan, hefur verið orðaður við Real Madrid og Manchester United en í gær sagðist hann á samfélagsmiðlum vera tilbúinn að taka U-beygju og semja aftur við AC Milan. (Daily Express)

Donnarumma birti síðan aðra færslu á samskiptamiðlum þar sem hann sagði að fyrri skilaboð hefðu verið röng og að brotist hefði verið inn á aðgang hans. (Daily Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner