banner
   mán 26. júní 2017 08:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óli Kristjáns: Matti Villa er enginn "Lord"
Matti er funheitur þessa stundina.
Matti er funheitur þessa stundina.
Mynd: Getty Images
Matthías Vilhjálmsson hefur farið á kostum með norsku meisturunum í Rosenborg á tímabilinu.

Hann er búinn að skora átta mörk í síðustu sjö leikjum sínum með Rosenborg, það er í deild og bikar.

Matthías var á skotskónum í dag þegar Rosenborg vann 3-0 sigur á Sogndal í norsku úrvalsdeildinni.

Hann hefur fengið lof fyrir frammistöðu sína í norskum fjölmiðlum.

Ólafur Kristjánsson, þjálfari Randers í dönsku úrvalsdeildinni, hrósaði Matta á Twitter og notaði tækifærið og skaut létt á Nicklas Bendtner, liðsfélaga hans hjá Rosenborg.

„Matti Villa enn og aftur að standa sig. Enginn "Lord", en áreiðanlegur," skrifaði Ólafur á Twitter en Bendtner er oft kallaður Lord Bendtner.

Hér að neðan má sjá tístið frá honum.



Athugasemdir
banner
banner
banner