banner
   mán 26. júní 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Yorke: Championship-deildin er auðveld
Yorke lék í nokkra mánuði með Sunderland.
Yorke lék í nokkra mánuði með Sunderland.
Mynd: Getty Images
Dwight Yorke, fyrrum sóknarmaður Manchester United og fleiri liða, segir að Championship, næst efsta deild Englands, sé auðveld.

Yorke eyddi sex mánuðum í deildinni árið 2005 og hjálpaði Sunderland að komast upp, en hann segir að það snúist allt um hugarfar þegar maður spilar í Championship-deildinni.

„Ég skil ekki af hverju fólk segir að hún sé erfið," sagði Yorke. „Ég skil að það eru margir leikir og hitt og þetta, en fyrir mér er deildin mjög auðveld," hélt hann áfram.

„Ég spilaði í sex mánuði í deildinni og mér fannst það mjög auðvelt. Fólk talar um að hún sé erfið, en þetta snýst um hugarfar."

„Ef þú segir að eitthað verði erfitt, þá verður það erfitt. Það er ekki gott hugarfar," sagði hann að lokum.

Tony Xia, læknirinn sem á Aston Villa, er sammála Yorke.

Hér að neðan má sjá tíst frá Xia.



Athugasemdir
banner
banner
banner