lau 26. júlí 2014 11:40
Eyþór Ernir Oddsson
Heimild: Manutd.com 
Cleverley: Ég hef það sem þarf
Mynd: Getty Images
Tom Cleverley miðjumaður Manchester United hefur trú á því að hann spili stórt hlutverk í liði Man Utd í vetur undir stjórn van Gaal.

Cleverley fylgdist með hollenska landsliðinu á HM sem var undir stjórn van Gaal og sér ekki af hverju hann ætti ekki að geta spilað gott hlutverk miðað við leikaðferð van Gaal á HM.

Cleverley mætti mikilli gagnrýni fyrir leik sinn á seinustu leiktíð og margir stuðningsmenn Man Utd vilja fá hann burt, en ljóst er að hann getur betur.

,,Ég horfði á hollenska liðið á HM og út frá því held ég að ég sé leikmaður að hans skapi. Ég verð að sýna það á æfingum og leikjum sérstaklega. Mér finnst vera pláss fyrir mig en ég þarf að sanna það."

,,Ég átti gott frí og endurhljóð batteríin. Núna erum við komnir aftur af stað og allir að reyna að hrífa stjóran. Við vitum hvað hann vill, miklar sendingar og hreyfingar. Hann er mjög skýr og við höfum hóp af mönnum sem vilja læra,"
sagði Cleverley.
Athugasemdir
banner
banner
banner