Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 26. júlí 2014 07:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Strootman ekki á förum frá Roma
Kevin Strootman í leik með Roma.
Kevin Strootman í leik með Roma.
Mynd: Getty Images
Rudi Garcia, þjálfari Roma segir að hollenski miðjumaðurinn Kevin Strootman sé ekki á leið til Manchester United.

Nýr þjálfari Manchester United, Louis van Gaal, þekkir vel til hins 24 ára gamla leikmanns en þeir unnu saman hjá hollenska landsliðinu.

En þrátt fyrir að Strootman hafi misst af HM vegna meiðsla, er orðrómur um það að United liðið hafi enn áhuga og séu búnir að koma með tilboð upp á 30 milljón punda.

En Garcia segir að liðið ætli ekki að selja hann.

,,Strootman er leikmaður Roma, hann verður leikmaður Roma á þessari leiktíð, það liggur enginn vafi á því."

,,Hann er sá eini sem getur sagt hvort hann vilji fara en það hefur aldrei verið vandamál hingað til. Það er á hreinu," sagði Garcia við fjölmiðla.
Athugasemdir
banner
banner