Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 26. júlí 2014 06:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Vidal vill skrifa undir nýjan samning við Juventus
Arturo Vidal í leik með Juventus.
Arturo Vidal í leik með Juventus.
Mynd: Getty Images
Yfirmaður knattspyrnumála hjá Juventus, Giuseppe Marotta segir að Arturo Vidal fari ekki til Manchester United.

Miðjumaðurinn knái, sem er landsliðsmaður Síle, hefur verið orðaður við ensku úrvalsdeildina og vill Louis van Gaal, stjóri Manchester United styrkja hópinn sinn.

En Vidal, hefur komið fram og sagt að hann ætli ekki á Old Trafford, vill hefja viðræður um nýjan samning hjá Juventus og vill félagið endilega halda honum innan sinna raða.

Marotta sagði á blaðamannafundi: ,,Arturo skrifaði undir nýjan samning á síðustu leiktíð því báðir aðilar vildu halda áfram að vinna saman."

,,Ég get staðfest það að Vidal er ánægður hjá okkur og við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur. Allir vita hversu góður leikmaður hann er og tengsl hans við Juventus eru sterk og hann vill hefja viðræður um nýjan samning," sagði Marotta.
Athugasemdir
banner
banner