þri 26. júlí 2016 20:25
Alexander Freyr Tamimi
2. deild: Völsungur vann mikilvægan sigur gegn Sindra
Bergvin Jóhannsson fagnar eftir að hafa skallað boltann í net gestanna.
Bergvin Jóhannsson fagnar eftir að hafa skallað boltann í net gestanna.
Mynd: Hafþór-640.is
Völsungur 3 - 2 Sindri
1-0 Jóhann Þórhallsson ('4)
1-1 Duje Klaric ('64)
2-1 Elvar Baldvinsson ('72)
3-1 Bergvin Jóhannsson ('81)
3-2 Sigvaldi Þór Einarsson ('93, sjálfsmark)

Völsungur vann kærkominn 3-2 sigur gegn Sindra í 2. deildinni í kvöld.

Jóhann Þórhallsson kom Húsvíkingum í 1-0 strax á 4. mínútu og þannig hélst staðan fram að leikhléi. Í seinni hálfleik jafnaði Duje Klaric metin fyrir Sindra en einungis átta mínútum síðar kom Elvar Baldvinsson heimamönnum í 2-1.

Bergvin Jóhannsson tryggði svo sigur Völsungs á 81. mínútu þó svo að Hornfirðingar hafi að vísu klórað í bakkann í uppbótartíma þökk sé sjálfsmarki frá Sigvalda Þór Einarssyni.

Eftir sigurinn er Völsungur í 9. sæti deildarinnar með 15 stig og er liðið nú fjórum stigum frá fallsæti. Sindri er í 6. sætinu með stigi meira.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner