Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 26. júlí 2016 10:30
Fótbolti.net
Hófið - Sótt í pizzusmiðju Ranieri
Uppgjör 12. umferðar
Sveinn Aron Guðjohnsen, sonur Eiðs Smára, kom inn sem varamaður hjá Val og spilaði sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni.
Sveinn Aron Guðjohnsen, sonur Eiðs Smára, kom inn sem varamaður hjá Val og spilaði sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dúllan á vaktinni.
Dúllan á vaktinni.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net
Hver er ekki til í lokahóf? Eftir hverja umferð í Pepsi-deildinni höldum við lokahóf á léttu nótunum og gerum umferðina upp. Skál.

Leikur umferðarinnar: Fylkir 1 - 2 Stjarnan
Þó lengi vel hafi fjörið verið af skornum skammti í Floridana-Lautinni þá er þetta leikur umferðarinnar eftir dramatíkina í lokin! Allt stefni í Fylkissigur þegar Breiðhyltingurinn Hilmar Árni Halldórsson tók málin í sínar hendur í lokin og skoraði tvívegis. Hemmi Hreiðars var trylltur út í dómarann en Hilmar var borinn á kóngastól af samherjum. Stjarnan átti ekki góðan leik en hirti öll stigin.
Sjáðu skýrsluna úr leiknum

Mark umferðarinnar: Garðar Gunnlaugsson
Allt sem hann snertir verður að gulli þessa dagana. Það komu nokkur flott mörk í umferðinni en Garðar skoraði eitt af mörkum sumarsins. Þvílík negla fyrir utan teig, sláin inn. Sjálfstraustið í botni hjá Garðari sem mætti ber að ofan í viðtal við Pepsi-mörkin.

EKKI lið umferðarinnar:

Danskir dagar! Það er ágætis dreifing á fulltrúum í EKKI liðinu að þessu sinni. Stefán Logi Magnússon getur þakkað fyrir að vera ekki í rauða liðinu en hann hefði átt að gera betur í sigurmarki Víkings R. gegn KR:

Heiðursverðlaun umferðarinnar: Milos Milojevic
Þjálfari Víkinga er alltaf skemmtilegur í viðtölum. Eftir sigurinn gegn KR opinberaði Milos það að hann bjóði leikmönnum sínum upp á pizzuveislu ef þeir halda marki sínu hreinu. Sama gerði Claudio Ranieri hjá Leicester síðasta vetur með góðum árangri. Það elska allir pizzur!

Fjölmiðlabann umferðarinnar: Hólmbert Aron
Markaþurrð Hólmberts heldur áfram en hann fór illa með góð færi gegn Víkingum. 0 mörk í deildinni í sumar og orðrómur um að hann gæti farið í glugganum. KR-ingar hleyptu Hólmberti ekki í viðtöl eftir leik.

Innkoma umferðarinnar: Birnir Snær Ingason
Binni bolti kom hrikalega öflugur inn af bekknum þegar Fjölnir gerði 2-2 jafntefli við Val. Þessi ungi leikmaður skoraði með fallegu skoti. Hrós á hann.

Viðtal umferðarinnar: Pirraður Ólafur Jóhannesson
Hann er ekki að fara að senda Jóhanni Inga, fréttaritara Fótbolta.net, jólakort þetta árið. Sjáðu viðtalið.

Ummæli umferðarinnar: Hermann Hreiðarsson
„Dómarinn eyðilagði þetta fyrir okkur. Takk fyrir það!" sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, afar ósáttur í viðtali á Stöð 2 Sport. Hemmi ekki sáttur við Valdimar Pálsson, dómara leiksins.

Kveðjustund umferðarinnar: Gary Martin
Leikmaðurinn litríki er farinn til Lilleström á reynslu. Gæti hann hafa leikið sinn síðasta leik í Pepsi-deildinni?

Dómari umferðarinnar: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Fasteignasalinn er nýkominn úr fríi í Frakklandi og mætir heldur betur endurnærður til leiks. Hann fékk 8 fyrir frammistöðuna með flautuna í leik Víkings Ó. og Breiðabliks. „Átti mjög góðan leik. Var yfirvegaður í sínu og lét menn ekki komast upp með neitt múður. Var ekkert að drífa sig í neitt spjaldarugl," sagði fréttaritari okkar í Ólafsvík.

Pepsi-umræða á Twitter í gær #fotboltinet:
















Athugasemdir
banner
banner
banner
banner