þri 26. júlí 2016 18:00
Magnús Már Einarsson
Gilles Mbang Ondo kemur ekki í Fjarðabyggð
Gilles Mbang Ondo.
Gilles Mbang Ondo.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ekkert verður af því að framherjinn Gilles Mbang Ondo gangi til liðs við Fjarðabyggð.

Loic Ondo, bróðir Gilles Mbang, hefur leikið í vörninni hjá Fjarðabyggð í sumar.

Gilles Mbang hafði náð samkomulagi um að leika með Fjarðabyggð út sumarið en vandamál með vegabréf og leikheimild komu í veg fyrir það.

Gilles Mbang Ondo spilaði með Grindvíkingum við góðan orðstír frá 2008 til 2010 áður en hann fór til Noregs þar sem hann lék með Stabæk og Sandnes Ulf.

Hinn þrítugi Ondo varð meistari með Nemjeh í Líbanon árið 2013 en síðustu tvö árin hefur hann spilað í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum og Óman.

Ondo samdi á dögunum við ASM Belfort í frönsku C-deildinni en hann má ekki byrja að spila þar fyrr en í október. Hann ætlaði að brúa bilið og spila með Fjarðabyggð út tímabilið en ljóst er að ekkert verður af því.

Hjá Fjarðabyggð átti Ondo að fylla skarð Jóns Arnars Barðdal sem er á leið til Bandaríkjanna í skóla í næsta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner