Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 26. júlí 2016 22:30
Alexander Freyr Tamimi
Guardiola leyfir of þungum mönnum ekki að æfa með liðinu
Guardiola sendir sterk skilaboð til sinna manna.
Guardiola sendir sterk skilaboð til sinna manna.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola hefur bannað þeim leikmönnum Manchester City sem eru of þungir að æfa með aðalliðinu. Er hann þannig strax búinn að stimpla sig inn sem sá ræður.

Snemma eftir að City byrjaði að æfa undir stjórn Guardiola fóru orðrómar af stað um að Yaya Toure og Samir Nasri fengju ekki að æfa með aðalliðinu því þeir væru ekki í nógu góðu formi. Gael Clichy, vinstri bakvörður liðsins, hefur nú viðurkennt að ákveðnir leikmenn æfi utan hópsins án þess þó að nefna nein nöfn.

„Innan vallar og utan vallar telur hvert smáatriði. Þú heyrir oft knattspyrnustjóra segja að heilsan sé mjög mikilvæg. Með hann (Guradiola), ef þú ert of þungur þá æfirðu ekki með liðinu," sagði Clichy á blaðamannafundi.

„Maður heyrir þetta oft en ég hef aldrei áður sé neinn stjóra standa í alvörunni við þetta. Þannig við höfum nokkra leikmenn sem eru ekki enn farnir að æfa með liðinu. Það er fyndið, en við erum fótboltamenn og þetta er starf. Þú þarft að bera ábyrgð á því sem þú gerir inni á vellinum."
Athugasemdir
banner
banner
banner