Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. júlí 2016 10:20
Fótbolti.net
Lið 12. umferðar: Ármann þriðju umferðina í röð
Ármann og Skagamenn hafa verið magnaðir.
Ármann og Skagamenn hafa verið magnaðir.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Elfar Freyr Helgason var maður leiksins í Ólafsvík.
Elfar Freyr Helgason var maður leiksins í Ólafsvík.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Seinni hlutinn er farinn á fulla keyrslu en 12. umferð Pepsi-deildarinnar lauk í gær þegar Víkingur Reykjavík vann 1-0 sigur gegn KR.

Víkingar höfðu víst aldrei unnið sigur gegn KR í Íslandsmótsleik á þessum velli. Milos Milojevic, þjálfari Víkinga, fær titilinn þjálfari umferðarinnar verðskuldað.

Maður leiksins í umræddum leik var klárlega Róbert Örn Óskarsson sem er markvörður í liði umferðarinnar. Nýr varnarmaður Víkings, Marko Perkovic fær einnig pláss í liðinu. Flottur fyrsti leikur hjá honum!



Ármann Smári Björnsson skoraði annað mark ÍA sem heldur áfram að fara á kostum í Pepsi-deildinni. Liðið vann ÍBV 2-0. Ármann er á góðu skriði en hann er þriðju umferðina í röð í úrvalsliðinu. Skagamenn eiga annan fulltrúa, miðjumaðurinn Arnar Már Guðjónsson fær sæti.

Miðvarðapar Breiðabliks heldur áfram að vera frábært. Elfar Freyr Helgason var maður leiksins í 2-0 útisigri Blika gegn Víkingi Ólafsvík. Þá er Árni Vilhjálmsson í úrvalsliðinu aðra umferðina í röð en hann skoraði fyrra markið. Þá er Arnþór Ari Atlason einnig í liðinu með mark og stoðsendingu.

FH átti ekki í vandræðum með Þrótt. Íslandsmeistararnir unnu 2-0 en Þórarinn Ingi Valdimarsson var valinn maður leiksins. Jafntefli varð í viðureign Fjölnis og Vals. Kristinn Freyr Sigurðsson úr Val er í liðinu og Birnir Snær Ingason úr Fjölni en hann kom öflugur af bekknum og skoraði.

Hilmar Árni Halldórsson er sjóðheitur með Stjörnunni. Hann tók upp á því einn síns liðs nánast að snúa leiknum gegn Fylki við og skoraði bæði mörk Garðbæinga í 2-1 útisigri. Mörkin lagleg og komu bæði seint í leiknum.

Sjá einnig:
Úrvalslið 11. umferðar
Úrvalslið 10. umferðar
Úrvalslið 8. umferðar
Úrvalslið 7. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner