þri 26. júlí 2016 21:08
Alexander Freyr Tamimi
Pepsi-kvenna: Breiðablik, Valur og FH með sigra
Breiðablik vann 2-0 sigur.
Breiðablik vann 2-0 sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Þremur leikjum var rétt í þessu að ljúka í Pepsi-deild kvenna.

Breiðablik heldur áfram í við topplið Stjörnunnar eftir 2-0 útisigur gegn KR. Eftir markalausan fyrri hálfleik var Fjolla Shala fljót að skora í þeim síðari með góðu skoti. Berglind Björg Þorvaldsdóttir tryggði svo sigurinn tæpum 20 mínútum síðar.

Valur vann 3-0 sigur gegn Fylki þar sem þær Vesna Smiljkovic og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu fyrstu tvö mörkin í fyrri hálfleik. Margrét Lára bætti svo við úr víti í uppbótartíma. Valsstúlkur eru í 3. sætinu með 21 stig, fjórum stigum frá Stjörnunni.

FH vann góðan 2-1 sigur gegn ÍA þar sem Alex Nicole Alugas tryggði Hafnarfjarðarliðinu stigin þrjú á 63. mínútu eftir að Cathrine Dyngvold hafði jafnað metin skömmu áður. FH er nú með 10 stig á meðan KR er enn í fallsæti með 8 stig.

KR 0 - 2 Breiðablik
0-1 Fjolla Shala ('48)
0-2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('66)

FH 2 - 1 ÍA
1-0 Bryndís Hrönn Kristinsdóttir ('6)
1-1 Cathrine Dyngvold ('59)
2-1 Alex Nicole Alugas ('63)

Valur 3 - 0 Fylkir
1-0 Vesna Elísa Smiljkovic ('17)
2-0 Margrét Lára Viðarsdóttir ('38)
3-0 Margrét Lára Viðarsdóttir ('93, víti)
Athugasemdir
banner
banner